Fótbolti

Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo í stúkunni á leik Juve og Young Boys í gær. Hann var í leikbanni.
Ronaldo í stúkunni á leik Juve og Young Boys í gær. Hann var í leikbanni. vísir/getty
Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag.

Lögfræðingar hans höfðu áður gefið út fyrir hans hönd að hann neitaði öllum ásökunum.

Kathryn Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009 í Las Vegas. Í gær ákvað lögreglan að opna aftur rannsókn á málinu.

Der Spiegel hefur fjallað um málið og byrjaði aftur að fjalla um það á dögunum. Í kjölfarið fór lögreglan í Las Vegas betur yfir sín mál á ný. Ronaldo segist ætla í mál við blaðið fyrir að birta falsfréttir.

Hermt er að Mayorga hafi náð samkomulagi við Ronaldo árið 2010 um að fara ekki með ásakanir sínar í blöðin. Fyrir það á hún að hafa fengið 43 milljónir króna.





 




Tengdar fréttir

Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann

Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar.

Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju

Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×