Lífið

Floyd Mayweather birtir mynd af sér með tugþúsundir dollara í Bláa Lóninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mayweather var í tvo daga hér á landi.
Mayweather var í tvo daga hér á landi. vísir/getty
Hnefaleikastjarnan Floyd Mayweather er farinn af landi brott og er hans næsti áfangastaður París í Frakklandi.

Hann kom til Íslands á þriðjudaginn og gisti boxarinn í svítunni á fimm stjörnu hóteli Bláa Lónsins en nóttin þar kostar um 1,1 milljón króna. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins.

Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.

Í gær birti Mayweather mynd af sér í Bláa Lóninu með sjö peningabúnt af 100 dollara seðlum og er um að ræða tugþúsundir dollara.

Hann er sjálfur metinn á 700 milljónir dollara og stundar það reglulega að birta myndir af sér með fullt af peningum. Samkvæmt heimildum US Weekly kom boxarinn aðeins til landsins til þess eins að taka myndir af sér í Bláa Lóninu.

 
 
 
View this post on Instagram
I’m on paycation!!! It’s always gang green.

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Oct 3, 2018 at 12:29pm PDT


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×