Innlent

Utanríkismál, hrun og popúlismi í Víglínunni

Atli Ísleifsson skrifar
Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu en hann hefur gert víðreist undanfarið.

Ráðherra sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og heimsótti síðan bæði utanríkisráðherra Frakklands og Bretlands í vikunni. Þá skipaði hann Geir H. Haarde í stöðu fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans, nánast upp á dag tíu árum frá því Geir bað Guð að blessa Ísland í beinni útsendingu en það ávarp markaði upphaf efnahagshrunsins á Íslandi.

Þá koma þau Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínuna til að ræða eftirmála hrunsins og uppgang popúlismans í vestrænum stjórnmálum. En á dögunum kom út bók eftir Eirík, Conspiracy & Populism: The Politics of Misinformation, eða Samsæri og popúlismi, stjórnmál rangra upplýsinga.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×