Enski boltinn

Sjáðu helstu tilþrif og sigurmark Brighton gegn West Ham

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Glenn Murray skoraði sigurmark Brighton í gærkvöldi
Glenn Murray skoraði sigurmark Brighton í gærkvöldi Vísir/Getty
Brighton fékk West Ham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur áttundu umferðar.



Bæði lið eru í neðri deildarinnar en fyrir leikinn var West Ham var í 14. sæti deildarinnar með 7 stig en Brigton var sæti neðar með 5 stig.



Leikurinn fer ekki í sögubækurnar sem besti leikur ensku úrvalsdeildarinnar en það voru heimamenn í Brighton sem sigruðu leikinn með marki Glenn Murray á 25. mínútu.



West Ham fengu nokkur færi til þess að skora, og þá sérstaklega Marko Arnautovic en inn vildi boltinn ekki.



Sterkur sigur hjá Brighton og eru þeir komnir með 8 stig í 12. sæti deildarinnar.



West Ham er í 15. sæti með 7 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×