Enski boltinn

Klopp segir að Guardiola sé besti stjóri heims

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Klopp hefur miklar mætur á Guardiola
Klopp hefur miklar mætur á Guardiola Vísir/Getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að kollegi hans hjá Manchester City, Pep Guardiola sé sá allra besti í heiminum. Liverpool og Manchester City mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.



Lærisveinar Guardiola koma á Anfield sem Englandsmeistarar og á toppnum en bæði lið eru jöfn á stigum. Manchester City er hins vegar með betri markatölu.



Klopp segist elska að horfa á City spila.



„Ég hef sagt það nokkrum sinnum, þar sem við gátum ekki orðið meistarar á síðasta tímabili, þá eru City vel að þessu komnir,“ sagði Klopp.



„Þeir áttu stórkostlegt tímabil. Ég kann að meta það, í raun elska ég það. Að horfa á þá er mjög gaman.“



„Virðing mín á Guardiola gæti ekki orðið meiri. Hann er besti stjórinn í heiminum í dag og það er svo erfitt, en jafnframt spennandi að mæta liðum hans.“



Klopp hefur gengið vel gegn liðum Guardiola og hefur hann unnið í átta skipti, meiri en nokkur annar stjóri.

 

Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×