Enski boltinn

Thierry Henry líklegastur sem næsti stjóri Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Henry starfar nú sem aðstoðarþjálfari Belgíu
Henry starfar nú sem aðstoðarþjálfari Belgíu Vísir/Getty
Markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, Thierry Henry, er líklegastur til þess að taka við Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa samkvæmt heimildum SkySports.



Aston Villa hafa einnig áhuga að fá stjóra Celtic og fyrrum stjóra Liverpool, Brendan Rodgers í sínar raðir.



Fari svo að annar þeirra taki við liðinu er líklegt að John Terry, fyrrum leikmaður Chelsea og Aston Villa verði aðstoðarþjálfari eða þá aðalliðsþjálfari.



Fimm nöfn voru upprunalega á óskalista Aston Villa en nú er búið að fækka hann niður í tvo, þá Henry og Rodgers.



Henry hefur nú þegar rætt við forráðamenn Aston Villa og hafa þeir fundir verið mjög jákvæðir.



Talið er að Henry muni taka við Aston Villa í vikunni ef viðræðurnar ganga vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×