Fótbolti

Misjafnt gengi Íslendinganna á Norðurlöndunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby en þeir unnu mikilvægan sigur í dag.
Hjörtur í leik með Bröndby en þeir unnu mikilvægan sigur í dag. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem vann 3-1 sigur á AaB á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Bröndby komst í 3-0 en heimamenn náðu að minnka muninn í síðari hálfleik. Bröndby komst upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum, átta stigum frá toppliði FCK.

Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu tólf mínúturnar fyrir Malmö sem gerði 1-1 jafntefli við Håcken á útivelli. Malmö er í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig.

Haukur Heiðar Hauksson var ónotaður varamaður er AIK gerði 1-1 jafntefli við Örebro á heimavelli. AIK er á toppnum með 58 stig, átta stigum á undan Hammarby sem sitja í öðru sætinu.

Kristján Flóki Finnbogason var ónotaður varamaður er Brommapojkarna tapaði 4-2 á heimavelli fyrir Hammarby. Bromma er í fjórtánda sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Emil Pálsson, leikmaður Sandefjord og Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Rosenborgar, spiluðu allan leikinn er liðin skildu jöfn, 1-1, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rosenborg er á toppi deildarinnar með 53 stig en Sandefjord er á botninum með sextán stig, níu stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Aron Sigurðarson var ónotaður varamaður er Start vann 1-0 sigur á Sarpsborg á heimavelli. Start er í þrettánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×