Enski boltinn

Messan: Eldræða Gary Neville bjargaði Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Reynir og Gunnleifur voru í settinu í gær.
Reynir og Gunnleifur voru í settinu í gær. vísir/skjáskot
Reynir Leósson, sparkspekingur Messunnar, segir að eldræða Gary Neville á Sky Sports á föstudagskvöldið hafi hjálpað Jose Mourinho að halda starfinu um helgina.

„Ég sagði það hérna um daginn að ég held að hann verði ekki látinn fara,” sagði Gunnleifur Gunnleifsson, annar spekingur þáttarins, áður en Reynir tók við orðinu:

„Ég bjóst alveg eins við því að hann væri látinn fara. Samfélagsmiðlar, pressan og allt þetta væri að hafa það mikil áhrif.”

„Ég held að eldmessa Gary Neville í beinni á Sky á föstudagskvöldið hafi bjargað honum. Hann gjörsamlega brjálast og tekur stjórnina og Woodward af lífi.”

„Hann sagði að ef þeir myndu reka hann væri klúbburinn ónýtur, þetta er bara orðið Football manager og öll gildin eru farin. Þetta var sex mínútna eldmessa hjá honum.”

„Ég held að það hafi nánast bjargað því að þeir láta hann ekki fara því hann talar um að stuðningsmennirnir flykkjast núna á bakvið hann. Ég held að það hafi átt þátt í því að hann hangi þarna inni.”

Innslagið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×