Enski boltinn

John Terry hættur í fótbolta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Terry varð Englandsmeistari með Chelsea í fimmta sinn árið 2017
Terry varð Englandsmeistari með Chelsea í fimmta sinn árið 2017 vísir/getty
Varnarmaðurinn John Terry hefur lagt fótboltaskóna á hilluna.

Terry spilaði með Aston Villa á síðustu leiktíð en hefur verið án félags síðan samningur hans við Villa rann út í sumar. Hann tilkynnti á Instagram í gær að hann væri hættur í fótbolta.

„Eftir 23 frábær ár sem fótboltamaður hef ég ákveðið að þetta sé rétti tíminn fyrir mig til þess að hætta.“

Terry er goðsögn á meðal stuðningsmanna Chelsea en hann var hjá félaginu í tvo áratugi áður en hann fór til Villa 2017.

Hann vann fimm Englandsmeistaratitla, Meistaradeild Evrópu og fimm bikarmeistaratitla með Chelsea og er sigursælasti leikmaður félagsins.

Terry var fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, en hann á 78 A-landsleiki fyrir England.

View this post on Instagram

THANK YOU

A post shared by John Terry (@johnterry.26) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×