Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar hjá BBC aðra vikuna í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi er kominn með 50 mörk í úrvalsdeildinni
Gylfi er kominn með 50 mörk í úrvalsdeildinni vísir/getty
Aðra vikuna í röð er Gylfi Þór Sigurðsson í liði vikunnar hjá BBC. Gylfi skoraði glæsimark í 2-1 sigri Everton á Leicester á laugardag.

Mark Gylfa var hans fimmtugasta í ensku úrvalsdeildinni og er hann nú aðeins fimm mörkum frá Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsta Íslendingnum í ensku úrvalsdeildinni.

Það hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan vítateiginn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu sex árum heldur en íslenski landsliðsmaðurinn.

„Ég gef oftast lítið fyrir svona tölfræði, en þessa verð ég að taka alvarlega. Í síðustu viku talaði ég um að hann geti ekki skorað einföld mörk, þau eru annað hvort glæsimörk eða hann skorar ekki. Everton er farið að líta mjög vel út undir stjórn Marco Silva,“ segir í umsögn sérfræðingsins Garth Crooks sem velur liðið.

Með Gylfa í úrvalsliðinu eru meðal annars Paul Pogba, Alexandre Lacazette og Eden Hazard.

Lið umferðarinnar hjá BBCskjáskot

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×