Enski boltinn

Arsenal fer úr Puma í Adidas

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ian Wright spilaði í Arsenalbúningum gerðum af Adidas
Ian Wright spilaði í Arsenalbúningum gerðum af Adidas vísir/getty
Arsenal mun spila í búningum frá Adidas á næsta tímabili. Liðið hefur spilað í Puma síðan 2014.

Arsenal gerði fimm ára samning við Puma 2014 og var hann á þeim tíma stærsti samningur sinnar gerðar í sögu fótboltans í Bretlandi. Þá hafði félagið verið í 20 ár í búningum frá Nike.

Adidas og Arsenal hafa áður unnið saman, þýski framleiðandinn sá um búninga Arsenal í lok níunda og upphafi tíunda áratugs síðustu aldar.

Adidas framleiðir búninga Fulham, Leicester, Manchester United, Watford og Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×