Enski boltinn

Mourinho vill fá leyfi til að versla stórt í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho telur vandamál United liggja í því að hann fékk ekki fjármagn fyrir varnarmanni í sumar
Mourinho telur vandamál United liggja í því að hann fékk ekki fjármagn fyrir varnarmanni í sumar vísir/getty
Jose Mourinho vill fá að eyða fúlgum fjár í nýja leikmenn í janúar og fá þannig stuðning frá stjórn Manchester United.

ESPN greinir frá þessu í dag og vitnar í heimildir innan félagsins.

Mourinho hefur fengið mikla gagnrýni eftir erfiða byrjun Manchester United á tímabilinu og er talið að hann gæti verið rekinn úr starfi áður en árið er úti.

Stjórn United hefur sagst styðja við Portúgalann en Mourinho vill að hún sýni það í verki og gefi honum lausa tauma í leikmannakaupum í janúar.

Mourinho vildi eyða 100 milljónum punda í sumar en fékk bara að eyða 68 milljónum í þrjá leikmenn; Fred, Diogo Dalot og Lee Grant.

Mourinho vill fá Milan Skriniar og Alessio Romagnoli frá félögunum tveimur í Mílanóborg til Manchester í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×