Enski boltinn

Martinez orðaður við Aston Villa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Henry og Martinez á hliðarlínunni á HM í Rússlandi
Henry og Martinez á hliðarlínunni á HM í Rússlandi vísir/getty
Roberto Martinez gæti orðið knattspyrnustjóri Aston Villa ef aðstoðarmaður hans hjá belgíska landsliðinu fær ekki starfið.

Steve Bruce var rekinn frá Aston Villa í síðustu viku og er Thierry Henry efstur á óskalista forráðamanna Villa. Heimildir SkySports herma að Martinez gæti fengið starfið ef Henry gerir það ekki.

Martinez stýrði Belgum í undanúrslit á HM 2018 með Henry í þjálfarateyminu. Hann á aðdáendur innan raða forráðamanna Villa og hefur áður verið boðið stjórastarf hjá félaginu.

Hann hafnaði því hins vegar að taka við starfinu árið 2011 til þess að sýna Wigan stuðning.

Talið er að Aston Villa muni ráða nýjan stjóra áður en landsleikjahléið er úti. Birkir Bjarnason er á meðal leikmanna Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×