Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið rannsakar ummæli Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á hliðarlínunni í leiknum gegn Newcastle á laugardaginn.
Mourinho á hliðarlínunni í leiknum gegn Newcastle á laugardaginn. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að rannsaka ummæli Jose Mourinho er flautað var til leiksloka er United hafði betur gegn Newcastle, 3-2.

United lenti 2-0 undir en þannig var staðan eftir einungis átta mínútur. Þeir snéru hins vegar leiknum sér í hag og sigurmark frá Alexis Sanchez í uppbótartíma tryggði United stigin þrjú.

Myndavélin fór strax á Mourinh er flautað var til leiksloka enda hefur pressan verið svakalega á Portúgalanum undanfarnar vikur eftir dræm úrslit.

Hann sagði eitthvað á portúgölsku og segir enska knattspyrnusambandið að hann hafi mögulega notað móðgandi ummæli. Verði hann fundinn sekur gæti hann verið dæmdur í bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×