Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um rekstrarleyfi til bráðabirgða fyrir laxeldi. Með þessu vill ráðherra bregðast við niðurstöðu úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sem ógilti í síðustu viku rekstrarleyfi til sjókvíeldis á Vestfjörðum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Óttar Yngvason, lögmann veiðirétthafa og umhverfissinna.

Einnig fjöllum við um loftlagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem ríki heims eru hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Við fjöllum um samfélagslegan kostnað vegna myglu í húsnæði, sem nemur tíu milljörðum króna á hverju ári og við förum til Hólmavíkur og fáum stemninguna á bryggjunni beint í æð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×