Enski boltinn

Hazard segir Real stærsta félag í heimi og íhugar brottför frá Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard íhugar stöðu sína.
Hazard íhugar stöðu sína. vísir/getty
Eden Hazard, einn besti leikmaður heims um þessar mundir, segir að hann íhugi hvort að hann eigi að yfirgefa Chelsea eftir að samningi hans lýkur næsta sumar. Hann segir að það heili sig að spila fyrir Real Madrid, stærsta félag í heimi.

Hazard segir að þó muni hann ekki gera eins og Thibaut Courtois er hann gekk í raðir Real frá Chelsea í sumar en markvörðurinn nánast neyddi Chelsea til þess að láta sig fara með öllum brögðum sem til eru í bókinni.

„Ég mun ekki gera það. Ég vil gera það sem er best fyrir mig en einnig vil ég gera það sem er best fyrir félagið því þetta félag hefur gefið mér allt,” sagði Hazard í samtali við fjölmiðla aðspurður um félagaskiptin.

„Ég vil ekki sega: Já, eg ætla að skrifa undir nýjan samning og svo á endanum skrifa ég ekki undir. Við munum sjá til. Stundum vakna ég á morgnanna og hugsa ég vilji fara en stunudum vil ég vera áfram. Þetta er erfið ákvörðun.”

Í sumar sagði Hazard í viðtali að hann vildi yfirgefa herbúðir Chelsea og þá töldu margir að Real yrði næsti áfangastaður. Hann útskýrir afhverju hann talaði svona mikið eftir HM um að fara frá Chelsea.

„Þetta er framtíðin mín. Ég er 27 ára og verð 28 ára í janúar og ástæðan fyrir því að ég talaði um þetta eftir HM var því mér fannst ég eiga gott HM. Þá hélt ég að það væri rétti tíminn til þess að fara.”

„Ég er að spila mjög vel á þessum tímapunkti og Real Madrid er besta félag í heimi. Ég er ekki að fara ljúga í dag. Það hefur verið draumur minn að spila þar og mig dreymir um það félag en við munum sjá til.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×