Enski boltinn

Neville segir Mourinho rétta manninn til þess að snúa genginu við

Anton Ingi Leifsso skrifar
Mourinho og Neville á góðri stundu.
Mourinho og Neville á góðri stundu. vísir/getty
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins og fyrrum leikmaður Man. Utd, segir að Jose Mourinho sé rétti maðurinn til þess að snúa gengi Man. Utd við.

„Í mínum huga er Jose enn stjóri sem ég lít upp til og ber virðingu fyrir því stjórar ganga í gegnum erfiða tíma. Ég hef verið rekinn tvisvar og stundum eru hlutirnir gerðir persónulegir. Það er kannski það sem hefur gerst með Jose.”

„Ég er sammála Jose um að það er eitthvað um mannaveiðar þarna úti - það eru allir að horfa á hann. Ég held að þeir séu með rétta manninn til þess að ráða við þessa stöðu sem liðið er í,” en hver ber höfuð ábyrgð á því að snúa gengi liðsins við?

„Allir. Þegar ég hugsa um frábær lið United í gegnum tíðina þá sérðu samstöðu. Stjórnendur að koma niður í búningsklefann eftir sigur í Evrópukeppni, enska bikarnum - við deildum árangrinum. Við fögnuðum titlinum með stuðningsmönnunum í opinni rútu.”

„Þetta er allt eða ekkert. Þú getur ekki farið einn í stríð, þú verður að berjast saman með öðrum og ég held að það hafi verið það stærsta sem gerðist á laugardaginn - allir stóðu saman,” sagði Neville að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×