Enski boltinn

Messan: „Ég held að hann hafi verið skíthræddur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mahrez undirbýr sig fyrir vítið.
Mahrez undirbýr sig fyrir vítið. vísir/skjáskot
Það vakti mikla athygli að Riyad Mahrez var látinn taka víti Man. City í stórleiknum gegn Liverpol á Anfield í gær. Strákarnir í Messunni ræddu þetta í þætti sínum í gærkvöldi.

„Ég hef horft á David Silva í tau ár hjá City og ég trúi því að hann gæti tekið góð víti undir pressu. Svona miðað við það sem ég hef séð,” sagði Gunnleifur Gunnleifsson, annar spekingur Messunnar, á sunnudaginn.

„Mahrez fær væntanlega skilaboð á bekknum um að taka þetta. Jesus ætlar að taka það en hann er ekki búinn að skora úr fullt af vítum,” sagði Reynir Leósson og bætti við:

„Er ekki verið að setja of mikla pressu á herðar hans? Farðu og taktu víti. Ég held að hann hafi verið skít hræddur.”

Innslagið í heild sinni má sjá neðar í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×