Enski boltinn

Fabinho segir mikilvægt að spila til þess að aðlagast að enska boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabinho svekktur eftir tap Liverpool í Napoli í Meistaradeildinni.
Fabinho svekktur eftir tap Liverpool í Napoli í Meistaradeildinni. vísir/getty
Fabinho, miðjumaður Liverpool, segist enn vera að aðlagast að enskum fótbolta og segir það ganga vel. Hann er byrjaður að skilja hvernig Jurgen Klopp vill spila.

Brasilíumaðurinn var keyptur frá Mónakó á 43 milljónir punda í maí en hann hefur ekki spilað mínútu í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Hann hefur þó spilað þrjá leiki í öðrum keppnum.

„Ferlið mitt í að aðlagast enskum fótbolta hefur verið gott. Síðan á undirbúningstímabilinu hef ég vitað hvernig Jurgan Klopp spilar og möguleika liðsins,” sagði Fabinho.

„Samband mitt við leikmennina hefur verið gott, sérstaklega við Brasilíumennina. Roberto Firmino hefur hjálpað mér og einnig Alisson.”

„Ég hef verið að spila aðeins meira og það er mikilvægt því það er mikilvægt að aðlagast á vellinum með því að spila leiki.”

„Þetta er nýtt fyrir mér því hvernig Klopp vill spila er öðruvísi fótbolti en ég er vanur en þetta er eitthvað sem ég mun læra. Ég hef nú þegar lært suma hluti en þetta er bara byrjunin.”

„Hann er stjóri sem ætlast til mikið af leikmönnum sínum, ekki bara í leikjum, heldur einnig á hverri einustu æfingu,” sagði Fabinho að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×