Enski boltinn

Moyes: Mourinho er sigurvegari og þarf meiri tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og Moyes á síðustu leiktíð.
Mourinho og Moyes á síðustu leiktíð. vísir/getty
David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, segir að United eigi að gefa Jose Mourinho meiri tíma til að koma liðinu á réttan kjöl. Moyes segir Mourinho sigurvegara og segir úrslit helgarinnar hafa hjálpað gríðarlega til.

„Stóra málið er að Jose náði í frábær úrslit um helgina. Það skiptir ekki máli hvernig þú vinnur en hann gerði það á góðan hátt er þeir unnu Newcastle,” sagði Moyes. Hann segir að Mourinho sé rétti maðurinn í starfið

„Ég held að það gæti sett þessa hluti aðeins á ís. Það tekur tíma fyrir alla stjóra hjá United. Jose heufr verið gefinn tími og ég er viss um að honum verði gefinn meiri tími. Hann er sigurvegari og ég er viss um að hann sanni það.”

Moyes hefur verið án starfs er hann fékk ekki framlengingu á samningi sínum hjá West Ham í sumar. Hann bíður eftir rétta starfinu en hefur fengið nokkur tilboð.

„Ég hef fengið tilboð um að fara víðsvegar um heiminn og á mismunandi staði. Einnig hef ég fengið tilboð hér frá Englandi. Ég er að bíða eftir rétta starfinu og velja það rétta.”

„Ég naut mín hjá West Ham á síðasta ári. Við nutum tímans hjá West Ham sem var mjög árangursríkur þar sem við tókum West Ham upp töfluna. Við munum bíða og sjá - ég er ekkert að flýta mér,” sagði Íslandsvinurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×