Vill skoða lög og reglur um einangrunarvistun Höskuldur Kári Schram skrifar 9. október 2018 18:45 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra útilokar ekki breytingar á lögum og reglum um einangrunarvist og hefur kallað eftir upplýsingum frá lögreglu og embætti ríkislögmanns vegna þessa. Hún segir umhugsunarvert hvernig einangrunarvistun er beitt við rannsókn mála hér á landi. Ráðherra upplýsir þetta í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en hún segir tilefnið vera niðurstaða hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hún segir brýnt að koma í veg fyrir að grunaðir menn, þar sem sekt hefur ekki verið sönnuð, sæti einangrunarvist í langan tíma. Hún hefur því kallað eftir upplýsingum frá lögreglu um stöðu mála meðal annars hversu oft lögreglan hefur farið fram á dómsúrskurð um einangrunarvist og á hvaða forsendum. „Það er auðvitað til umhugsunar hvernig einangrunarvistun er beitt við rannsókn mála á rannsóknarstigi. Ég vil samt árétta að það hefur margt breyst til batnaðar í löggjöf að þessu leyti. Við höfum skýrari ramma og reglur um beitingu þessara þvingunarúrræða. Það er t.d. í lögum í dag heimilt að vista menn í einangrun í allt að fjórar vikur og það kann að vera tilefni til að skoða það hvort það sé eðlilegt þ.e. hvort verið sé að beita slíku fullum fetum,“ segir Sigríður. Hún útilokar ekki breytingar á lögum og reglum hvað þetta varðar. „Fyrst og fremst er ég að kalla eftir því að fá svona upplýsingar þannig að ég fái einhverja tilfinningu fyrir því í hvað miklu mæli er verið að beita einangrunarvist sem úrræði í þágu rannsóknarhagsmuna og þannig að menn fái einhverjar tilfinningu fyrir því hvort það þurfi að breyta einhverjum lögum eða verklagi,“ segir Sigríður. Alþingi Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra útilokar ekki breytingar á lögum og reglum um einangrunarvist og hefur kallað eftir upplýsingum frá lögreglu og embætti ríkislögmanns vegna þessa. Hún segir umhugsunarvert hvernig einangrunarvistun er beitt við rannsókn mála hér á landi. Ráðherra upplýsir þetta í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en hún segir tilefnið vera niðurstaða hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hún segir brýnt að koma í veg fyrir að grunaðir menn, þar sem sekt hefur ekki verið sönnuð, sæti einangrunarvist í langan tíma. Hún hefur því kallað eftir upplýsingum frá lögreglu um stöðu mála meðal annars hversu oft lögreglan hefur farið fram á dómsúrskurð um einangrunarvist og á hvaða forsendum. „Það er auðvitað til umhugsunar hvernig einangrunarvistun er beitt við rannsókn mála á rannsóknarstigi. Ég vil samt árétta að það hefur margt breyst til batnaðar í löggjöf að þessu leyti. Við höfum skýrari ramma og reglur um beitingu þessara þvingunarúrræða. Það er t.d. í lögum í dag heimilt að vista menn í einangrun í allt að fjórar vikur og það kann að vera tilefni til að skoða það hvort það sé eðlilegt þ.e. hvort verið sé að beita slíku fullum fetum,“ segir Sigríður. Hún útilokar ekki breytingar á lögum og reglum hvað þetta varðar. „Fyrst og fremst er ég að kalla eftir því að fá svona upplýsingar þannig að ég fái einhverja tilfinningu fyrir því í hvað miklu mæli er verið að beita einangrunarvist sem úrræði í þágu rannsóknarhagsmuna og þannig að menn fái einhverjar tilfinningu fyrir því hvort það þurfi að breyta einhverjum lögum eða verklagi,“ segir Sigríður.
Alþingi Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira