Innlent

Gönguhópur í sjálfheldu á Esjunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Þverfellshorni á Esjunni.
Frá Þverfellshorni á Esjunni. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út gönguhóps sem í sjálfheldu á Esjunni. Í fyrstu var talið að um eina konu væri að ræða, en nú er komið í ljós að um hóp göngufólks er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg þá var hópurinn í sjálfheldu við hamrana á Þverfellshorni og treysti sér ekki áfram. Hópurinn virðist síðar hafa talið í sig einhvern kjark og fikrað sig nær hópi björgunarsveitarmanna sem eru á leiðinni að göngufólkinu.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:52

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.