Enski boltinn

„Pogba setur pressu á Mourinho með ummælum sínum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Louis Saha í leik með United.
Louis Saha í leik með United. vísir/getty
Louis Saha, fyrrum framherji Manchester United og fleiri liða, segir að landi sinn, Paul Pogba, ætti ekki að vera senda stjóra sínum, Jose Mourinho, tóninn í gegnum fjölmiðla.

Í síðasta mánuði sagði Pogba eftir einn leik United að United ætti að sækja meira og samband þeirra er skelfilegt. Saha gefur landa sínum nokkur góð ráð.

„Ég held að Pogba geri þetta að ásettu ráði og ég held að það sé ekki rétt,” sagði Saha. „Þetta eru röng tjáskipti og þetta setur pressu á stjórann. Þessi samskipti ættu að fara fram í klefanum með stjóranum.”

„Þú veist að fólk mun setja spurningarmerki við þetta, svo ekki gera þetta. Þetta er mín skoðun og ég myndi segja þetta við hann því hann er ekki stjórinn.”

„Stundum er of mikið egó í liðinu. Sem stuðningsmaður liðsins finnst mér þetta stundum pirrandi. Það eru hlutir sem ættu ekki að gerast en það eru svo mikil gæði í liðinu að þú vonar að þetta verði lagað,” sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×