Enski boltinn

„Arsenal er að gera rétt með að láta Ramsey fara“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramsey er á leið burt frá Emirates.
Ramsey er á leið burt frá Emirates. vísir/getty
Arsenal á að standa í fæturnar í samningsviðræðunum við Aaron Ramsey. Þetta segir Ian Wright, fyrrum goðsögn hjá Arsnal, um málið.

Ramsey verður samningslaus næsta sumar og samningaviðræðurnar milli hans og Arsenal hafa gengið afar illa. Hann vill fá ansi væn kjör en Arsenal er ekki á sama máli.

„Ég verð að styðja Arsenal í þessu máli vegna þess hversu marga leikmenn félagið hefur misst vegna svipaðna aðstæðna. Auðvitað vill Arsenal halda honum en þeir verða að standa í lappirnar,” sagði Wright.

„Við höfum séð Ramsey vera fráæbran á EM, vera frábæran tímabilið 2013/14 þar sem hann skoraði rúmlega tvö mörk og var frábær. Hann hefur skorað í stórum leikjum og unnið bikarúrslit.”

„En með fullri virðingu fyrir því sem hann hefur gert; hvenær reið hann baggamuninn í deildinni þegar þess þurfti? Hvenær gerði hann það síðast? Eru þeir að fara borga þennan pening þegar þeir eru með leikmann eins og Iwobi að koma upp?”

„Kannski hefur Unai Emery séð það að í síðustu leikjum hefur Iwobi komið inn og gert það sem Ramsey hefur verið að gera. Iwobi hefur haft mikil áhrif á leikina undanfarið,” sagði Wright við BBC Radio 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×