Enski boltinn

Barkley tilbúnari en nokkru sinni fyrr í landsliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barkley á blaðamannafundinum í gær.
Barkley á blaðamannafundinum í gær. vísir/getty
Ross Barkley, miðjumaður Chelsea, er mættur aftur í enska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru. Hann segist tilbúnari en nokkru sinni fyrr.

Barkley er í hópnum hjá Gareth Southgate sem mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeildinni í vikunni en Barkley var funheitur í 3-0 sigri Chelsea á Southampton um helgina.

„Mér líður núna eins og ég sé mun þroskaðari og tilbúnari til þess að sýna hvað hvað í mér,” sagði Barkley á blaðamannafundi fyrir æfingarleikinn annað kvöld.

„Menn þróast á mismunandi hraða. Ég skil fótboltann minn betur núna, meira en nokkru sinni fyrr. Ég er ánægður, með sjálfstraust og er að þokast í rétta átt.”

„Mér finnst ég vera betur undirbúinn. Það voru miklar væntingar er ég var ygnri og ég þurfti að takast á við þær. Ég hef tekist á við erfiða tími en ég kem út sem betri leikmaður.”

„Ég hef unnið í veikleikum mínum í varnarleiknum og orðið sterkari í sóknarleiknum. Ég held að ég sé að verða betri alhliða leikmaður,” sagði uppaldi Everton-maðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×