Enski boltinn

„Ákvörðun Hazard mun ekki snúast um peninga“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard gæti verið á förum eftir tímabilið.
Hazard gæti verið á förum eftir tímabilið. vísir/getty
Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að Eden Hazard muni ekki hugsa um peninga er hann ákveður sigur hvort að hann fari frá Chelsea til Real Madrid eða verði áfram á Englandi.

Hazard var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi um áhuga Real Madrid á sér en Hughes segir að ákvörðun Belgans muni ekki snúast um peninga.

„Þetta snýst ekki um fjárhaginn. Þetta snýst um hvað hann vill afreka sem leikmaður. Auðvitað er hann að hugsa um að vinna bikara og að vinna stærstu keppnirnar í heiminum,” sagði Hughes í samtali við Sky Sports.

„Hann verður að taka ákvörðun hvort að hann geti gert þetta með Chelsea eða hvort að hann fari til risanna í Evrópu. Real Madrid er með ákveðinn stall og laðar að sér fullt af topp leikmönnum.”

Hughes segir að hann hafi rætt við marga stjóra sem koma erlendis frá og þeir eru sammála um það að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi.

„Ef þú færð tækifærin til þess að fara til risa á Spáni, þá íhuguru það. Þú verður að sætta þig við það en þegar þú talar við erlenda stjóra eftir leiki í ensku úrvalsdeildinni segja þeir að hún sé sú besta í heimi.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×