Enski boltinn

Klopp: Þetta er eins og að hjóla

Dagur Lárusson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ennþá hafa mikla trú á Mohamed Salah þrátt fyrir heldur slaka frammistöðu gegn Chelsea í gær.

 

Eins og flestir vita átti Salah magnað tímabil í fyrra og var markahæstur í deildinni en á þessu tímabili hefur hann ekki alveg náð sömu hæðum. Klopp virðist þó ekki hafa áhyggjur.

 

„Þetta var klárlega ekki hans besti leikur, það er 100%.”

 

„Hann vill vera fljótur að taka ákvarðanir, hann vill skora í þessum aðstæðum. Fyrsti boltinn sem hann missti var hann ekki í réttri stöðu, næst þá gaf hann boltann þegar hann hefði átt að reyna að skora sjálfur.”

 

„Þetta er eins og að hjóla, það er ekki eins og þú vaknir einn daginn og allt í einu kunnir ekki að hjóla lengur.”

 

„Svona er þetta, þú verður að leggja hart að þér í þeirri stöðu sem hann er í, og það er ekkert að því.”

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×