Brynjar var ekki sérlega hrifinn af jómfrúarræðu Sigríðar Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 12:20 Brynjar Níelsson og Sigríður María Egilsdóttir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sammála jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, sem kallaði eftir því í liðinni viku að stjórnmálamenn myndu sýna meiri auðmýkt og iðrun þegar þeir misstíga sig í starfi.Ræða Sigríðar vakti miklar athygli en þar las hún yfir þingheimi. Hún kvað sér hljóðs í umræðu um störf þingsins og nefndi í því samhengi nokkur mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Sigríður var gestur í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag ásamt Brynjari Níelssyni, Aðalheiði Ámundadóttur blaðamanni Fréttablaðsins og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar.Taldi dæmi Sigríðar vond Brynjar sagði að hann hélt að ungur þingmaður á borð við Sigríði myndi ræða um einhverja pólitík en ekki form. „Við getum alltaf velt fyrir okkur ábyrgðinni og hvað við eigum að ganga langt í því. Og stundum finnst mér við ganga alltof langt í því en ég er ekkert að segja að menni eigi ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Brynjar. Hann sagði að þessi dæmi sem Sigríður nefndi væru vond. „Eiga þingmenn að vera að biðjast afsökunar út af einhverju klúðri með einhvern fund á Þingvöllum? Svo þegar ráðherrar eru dæmdir út og suður í hverjum mánuði út af stjórnsýslureglum eða eitthvað, þá eiga menn að fara að segja af sér? Ef við förum þessa leið þá lendum við í miklu meira rugli en við erum í dag, það er ég sannfærður um,“ sagði Brynjar. Hann sagði í góðu lagi að menn beri meiri ábyrgð og það hefði gerst í íslenskri pólitík. Brynjar sagði það skipta máli hjá sér hvort menn fari gegn lögum eða hvort menn eigi að biðjast afsökunar á eða segja af sér út af aksturspeningum sem voru greiddir samkvæmt reglum þingsins. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Brynjar.Aksturgreiðslur lækkuðu eftir að þær urðu opinberar Jón Trausti skaut þarna inn í að greiðslur vegna aksturs þingmanna hefðu snarlækkað eftir að þær voru gerðar opinberar og það muni um minna fyrir þegar kemur að ríkisrekstri. Jón taldi stjórnmálamenn horfa of mikið á sjálfa sig og að þeir væru markvisst að færa viðmið samfélagsins í þá átt sem hann telur að sé ekki almenningi til heilla. Sagði Jón Trausti að þessum viðmiðum væri viðhaldið með því að viðurkenna sök en ekki afneita henni. Sigríður svaraði Brynjari á þá leið að hún telji ekki vita vonlaust að biðja fólk að sæta ábyrgð eða biðjast afsökunar á gjörðum sínum þegar það misstígur sig í starfi. „Ég held að stjórnmálafólk á Íslandi vanmeti hvað fólk er tilbúið til að fyrirgefa, en það er grundvallar forsenda fyrir því að fyrirgefa að fyrirgefningar sé beðist til að byrja með, ég held að það sé mikill skortur á því og þeirri auðmýkt sem fylgir því hjá íslenskum stjórnmálamönnum,“ sagði Sigríður.Taldi samfélagsmiðla eiga stóran þátt í skort á trausti Talið barst að trausti á stjórnmálum og var Brynjar á því að gegnsæi geti skipt máli þegar kemur að því. Hann benti hins vegar á að traust til stjórnmála sé á niðurleið hjá almenningi og rakti það til samfélagsmiðla þar sem allt er tortryggt og menn leyfi sér að dylgja um hluti. Hann sagði það hins vegar matskennt hvenær menn hafa misstigið sig og að pólitískir andstæðingar fari fram á afsökunarbeiðni frá ráðamönnum einfaldlega af því þeir séu ekki sammála þeim. Sigríður María spurði Brynjar hvort hann væri þeirrar skoðunar að ef dómsmálaráðherra er ekki sammála gagnrýni dómstóla á embættisfærslur ráðherrans þá eigi hann ekki að taka mark á því? „Það er niðurstaða dóms og menn eiga að una því. En það þýðir ekki að menn eigi alltaf að vera að segja af sér. Þá væri enginn ráðherra til lengi.“ Sigríður spurði hann hvar mörkin liggja þá? Brynjar svaraði að ráðherra meti það sjálfur. Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sammála jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, sem kallaði eftir því í liðinni viku að stjórnmálamenn myndu sýna meiri auðmýkt og iðrun þegar þeir misstíga sig í starfi.Ræða Sigríðar vakti miklar athygli en þar las hún yfir þingheimi. Hún kvað sér hljóðs í umræðu um störf þingsins og nefndi í því samhengi nokkur mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Sigríður var gestur í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag ásamt Brynjari Níelssyni, Aðalheiði Ámundadóttur blaðamanni Fréttablaðsins og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar.Taldi dæmi Sigríðar vond Brynjar sagði að hann hélt að ungur þingmaður á borð við Sigríði myndi ræða um einhverja pólitík en ekki form. „Við getum alltaf velt fyrir okkur ábyrgðinni og hvað við eigum að ganga langt í því. Og stundum finnst mér við ganga alltof langt í því en ég er ekkert að segja að menni eigi ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Brynjar. Hann sagði að þessi dæmi sem Sigríður nefndi væru vond. „Eiga þingmenn að vera að biðjast afsökunar út af einhverju klúðri með einhvern fund á Þingvöllum? Svo þegar ráðherrar eru dæmdir út og suður í hverjum mánuði út af stjórnsýslureglum eða eitthvað, þá eiga menn að fara að segja af sér? Ef við förum þessa leið þá lendum við í miklu meira rugli en við erum í dag, það er ég sannfærður um,“ sagði Brynjar. Hann sagði í góðu lagi að menn beri meiri ábyrgð og það hefði gerst í íslenskri pólitík. Brynjar sagði það skipta máli hjá sér hvort menn fari gegn lögum eða hvort menn eigi að biðjast afsökunar á eða segja af sér út af aksturspeningum sem voru greiddir samkvæmt reglum þingsins. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Brynjar.Aksturgreiðslur lækkuðu eftir að þær urðu opinberar Jón Trausti skaut þarna inn í að greiðslur vegna aksturs þingmanna hefðu snarlækkað eftir að þær voru gerðar opinberar og það muni um minna fyrir þegar kemur að ríkisrekstri. Jón taldi stjórnmálamenn horfa of mikið á sjálfa sig og að þeir væru markvisst að færa viðmið samfélagsins í þá átt sem hann telur að sé ekki almenningi til heilla. Sagði Jón Trausti að þessum viðmiðum væri viðhaldið með því að viðurkenna sök en ekki afneita henni. Sigríður svaraði Brynjari á þá leið að hún telji ekki vita vonlaust að biðja fólk að sæta ábyrgð eða biðjast afsökunar á gjörðum sínum þegar það misstígur sig í starfi. „Ég held að stjórnmálafólk á Íslandi vanmeti hvað fólk er tilbúið til að fyrirgefa, en það er grundvallar forsenda fyrir því að fyrirgefa að fyrirgefningar sé beðist til að byrja með, ég held að það sé mikill skortur á því og þeirri auðmýkt sem fylgir því hjá íslenskum stjórnmálamönnum,“ sagði Sigríður.Taldi samfélagsmiðla eiga stóran þátt í skort á trausti Talið barst að trausti á stjórnmálum og var Brynjar á því að gegnsæi geti skipt máli þegar kemur að því. Hann benti hins vegar á að traust til stjórnmála sé á niðurleið hjá almenningi og rakti það til samfélagsmiðla þar sem allt er tortryggt og menn leyfi sér að dylgja um hluti. Hann sagði það hins vegar matskennt hvenær menn hafa misstigið sig og að pólitískir andstæðingar fari fram á afsökunarbeiðni frá ráðamönnum einfaldlega af því þeir séu ekki sammála þeim. Sigríður María spurði Brynjar hvort hann væri þeirrar skoðunar að ef dómsmálaráðherra er ekki sammála gagnrýni dómstóla á embættisfærslur ráðherrans þá eigi hann ekki að taka mark á því? „Það er niðurstaða dóms og menn eiga að una því. En það þýðir ekki að menn eigi alltaf að vera að segja af sér. Þá væri enginn ráðherra til lengi.“ Sigríður spurði hann hvar mörkin liggja þá? Brynjar svaraði að ráðherra meti það sjálfur.
Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira