Enski boltinn

Sjáðu mörkin hjá Gylfa og gullfallegt mark Daniel Sturridge

Dagur Lárusson skrifar
Það var mikið af flottum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í gær en það flottasta var eflaust skorað á Stamford Bridge þar sem Daniel Sturridge jafnaði metin fyrir Liverpool.

 

Fyrsti leikur gærdagsins var viðureign West Ham og Manchester United þar sem West Ham skoraði þrjú mörk gegn einu frá United. Fyrsta mark leiksins skoraði Felipe Anderson með skemmtilegu hælskoti. Annað markið var skemmtilegt sjálfsmark en Yarmolenko mun ef til vill fá það skráð á sig.

 

Það var síðan Marcus Rashford sem minnkaði muninn fyrir United áður en Arnautovic skoraði þriðja og síðasta mark leiksins.

 

Englandsmeistarar City voru ekki í vandræðum með Brighton á heimavelli þar sem Raheem Sterling skoraði, Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham gegn Huddersfield og Mesut Özil skoraði annað mark Arsenal gegn Watford eftir laglegan undirbúning Lacazette.

 

Gylfi Sigurðsson var síðan allt í öllu í 3-0 sigri Everton gegn Fulham þar sem hanns skoraði tvíveigis auk þess sem hann brenndi af á vítapunktinum.

 

Síðasti leikur dagsins var síðan stórleikur Chelsea og Liverpool. Maður leiksins var án efa Eden Hazard en hann kom Chelsea um miðbik fyrri hálfleiksins eftir undirbúning frá Jorgingo.

 

Allt stefndi í sigur Chelsea en þá steig Daniel Sturridge fram með skot langt utan af velli og söng boltinn í netinu, mark umferðarinnar.

 

Chelsea 1-1 Liverpool
Everton 3-0 Fulham
Huddersfield 0-2 Tottenham
Manchester City 2-0 Brighton
Newcastle 0-2 Leicester
Wolves 2-0 Southampton
West Ham 3-1 Manchester United
Arsenal 2-0 Watford



Fleiri fréttir

Sjá meira


×