Enski boltinn

Messan um Gylfa: Afhverju vann þetta mark ekki Puskas verðlaunin?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðssson átti frábæran leik fyrir Everton í 3-0 sigri á Fulham. Gylfi skoraði tvö mörk í sigrinum og var allt í öllu í leik Everton.

Eftir leikinn kom sú tölfræði að einungis Philippe Coutinho hefur skorað fleiri mörk en Gylfi fyrir utan teig frá tímabilinu 2013/2014.

„Hann var rosalegur með vinstri fyrir utan teig hjá Swansea og tímabilið 16/17 skoraði hann öll mörkin úr opnum leik með vinstri fyrir utan teig,” sagði Hjörvar Hafliðason.

„Gæjinn er fáranlega sparkviss. Þegar að varnarmennirnir vita að hann er með þennan hægri fót þá er honum oft gefinn hin hliðin,” sagði Ríkharður Daðason áður en Hjörvar tók aftur við er þeir skoðuðu markið gegn Southampton á síðustu leiktíð:

„Afhverju vann þetta mark ekki Puskas verðlaunin? Sláin, stöngin, sláin inn. Hefur einhver á æfingu skorað svona?” sagði Hjörvar en Mo Salah vann Puskas verðlaunin með marki sínu gegn Everton á síðustu leiktíð.

Allt innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×