Ungir Englendingar vinna allt en fá samt ekki séns í úrvalsdeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 17:15 Phil Foden er ein af vonarstjörnum Englands. vísir/getty Lítill spiltími enskra leikmanna er vaxandi vandamál í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega hjá ungum enskum leikmönnum sem fá ekki mörg tækifæri, sérstaklega hjá stórliðunum. Ensku unglingalandsliðin hafa verið að vinna stórmót reglulega undanfarin ár og þá var enski hópurinn á HM sem komst alla leið í undanúrslit mótsins sá yngsti á mótinu. Þrátt fyrir þetta hefur mínútum enskra leikmanna lítið sem ekkert fjölgað við upphaf nýrrar leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Enskir leikmenn hafa aðeins fengið 19,6 prósent mínútna efstu sex liðanna í deildinni og í heildina ná ensku leikmennirnir bara tæpum þriðjungi spilaðra mínútna í sinni eigin deild. Þessari tölfræði var velt upp í myndveri BT Sport á Vicarage Road eftir leik Watford og Manchester United en þar voru sérfræðingarnir Rio Ferdinand, Tom Cleverley og Martin Keown spurði hvað þessir leikmenn þurfi hreinlega að gera til þess að fá mínútur.„Knattspyrnustjórarnir í deildinni eru ekki að stýra enska landsliðinu. Þeir hafa ekki áhyggjur af enska liðinu,“ segir Rio Ferdinand og var þá spurður hvort ensku leikmennirnir væru hreinlega ekki nógu góðir? „Augljóslega ekki. Ef þessir ungu strákar eins og Phil Foden (Man. City), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea) og Dominik Solanke (Liverpool) væru nógu góðir þá væru þeir að spila reglulega. Starf knattspyrnustjórans hangir alltaf á bláþræði og því vilja þeir leikmenn sem vinna leiki strax. Þess vegna fá þessir ungu menn ekki tækifæri,“ segir Ferdinand. Landsliðsmiðvörðurinn fyrrverandi mælir með því að þessir strákir sparki upp hurðinni hjá knattspyrnustjórunum og heimti að fara á lán. „Paul Pogba vissi hversu góður hann var og sagðist vilja fara. Hann hafði ekki þolinmæði fyrir að bíða eftir að honum yrði ýtt inn í liðið á þeirra hraða þannig að hann fór og kom aftur inn um hina hurðina,“ segir Ferdinand. „Phil Foden fær ekki mikið að spila. Hann verður að fara eitthvað og spila. Sjáið bara hvernig Jadon Sancho gengur hjá Dortmund. Hann er að spila frábærlega í þýsku deildinni. Þessir strákar verða að komast í lið þar sem að þeir fá að spila annars staðna þeir bara,“ segir Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Lítill spiltími enskra leikmanna er vaxandi vandamál í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega hjá ungum enskum leikmönnum sem fá ekki mörg tækifæri, sérstaklega hjá stórliðunum. Ensku unglingalandsliðin hafa verið að vinna stórmót reglulega undanfarin ár og þá var enski hópurinn á HM sem komst alla leið í undanúrslit mótsins sá yngsti á mótinu. Þrátt fyrir þetta hefur mínútum enskra leikmanna lítið sem ekkert fjölgað við upphaf nýrrar leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Enskir leikmenn hafa aðeins fengið 19,6 prósent mínútna efstu sex liðanna í deildinni og í heildina ná ensku leikmennirnir bara tæpum þriðjungi spilaðra mínútna í sinni eigin deild. Þessari tölfræði var velt upp í myndveri BT Sport á Vicarage Road eftir leik Watford og Manchester United en þar voru sérfræðingarnir Rio Ferdinand, Tom Cleverley og Martin Keown spurði hvað þessir leikmenn þurfi hreinlega að gera til þess að fá mínútur.„Knattspyrnustjórarnir í deildinni eru ekki að stýra enska landsliðinu. Þeir hafa ekki áhyggjur af enska liðinu,“ segir Rio Ferdinand og var þá spurður hvort ensku leikmennirnir væru hreinlega ekki nógu góðir? „Augljóslega ekki. Ef þessir ungu strákar eins og Phil Foden (Man. City), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea) og Dominik Solanke (Liverpool) væru nógu góðir þá væru þeir að spila reglulega. Starf knattspyrnustjórans hangir alltaf á bláþræði og því vilja þeir leikmenn sem vinna leiki strax. Þess vegna fá þessir ungu menn ekki tækifæri,“ segir Ferdinand. Landsliðsmiðvörðurinn fyrrverandi mælir með því að þessir strákir sparki upp hurðinni hjá knattspyrnustjórunum og heimti að fara á lán. „Paul Pogba vissi hversu góður hann var og sagðist vilja fara. Hann hafði ekki þolinmæði fyrir að bíða eftir að honum yrði ýtt inn í liðið á þeirra hraða þannig að hann fór og kom aftur inn um hina hurðina,“ segir Ferdinand. „Phil Foden fær ekki mikið að spila. Hann verður að fara eitthvað og spila. Sjáið bara hvernig Jadon Sancho gengur hjá Dortmund. Hann er að spila frábærlega í þýsku deildinni. Þessir strákar verða að komast í lið þar sem að þeir fá að spila annars staðna þeir bara,“ segir Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira