Erlent

Tveir bitnir af hákörlum á sólarhring

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimmtán manns hafa orðið fyrir árás hákarla í Ástralíu á þessu ári og þar af hefur einn dáið.
Fimmtán manns hafa orðið fyrir árás hákarla í Ástralíu á þessu ári og þar af hefur einn dáið. EPA/PHIL MCLEAN
Kona og stúlka eru í alvarlegu ásigkomulagi eftir að hafa orðið fyrir biti hákarla við Hamilton Island, sem er vinsæll ferðamannastaður í Ástralíu. Báðar hákarlaárásirnar gerðust á einum sólarhring. Tólf ára stúlka sem var á sundi með föður sínum og systur var bitin í lærið og missti hún mikið blóð. Samkvæmt ABC News í Ástralíu þykir mikil mildi að hún sé á lífi. Talið er að stór hákarl hafi bitið hana.

Sjúkraflutningamenn hafa verið lofaðir fyrir að bjarga lífi stúlkunnar.

Konan var bitin bæði í lærið og skrokkinn þegar hún var á sundi kringum snekkju. Báðar eru í alvarlegu ástandi. Læknir sem var á öðrum báti á svæðinu kom henni til bjargar áður en hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús.

Samkvæmt BBC hafa fimmtán manns orðið fyrir árás hákarla í Ástralíu á þessu ári og þar af hefur einn dáið.

Fyrstu viðbrögð yfirvalda á svæðinu eru að koma þremur hákarlanetum fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×