Enski boltinn

Mourinho: Við skuldum góða frammistöðu á Old Trafford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho þakkar stuðninginn eftir tapið við Tottenham.
Mourinho þakkar stuðninginn eftir tapið við Tottenham. vísir/getty
Manchester United hefur ekki spilað heimaleik síðan Tottenham sundurspilaði lærisveina Jose Mourinho í lok ágústmánaðar. Mourinho segir leikmenn sína skulda stuðningsmönnunum almennilega frammistöðu á Old Trafford.

United hefur unnið síðustu þrjá leiki sína, síðast í gærkvöld þegar liðið mætti Young Boys í Meistaradeild Evrópu.

„Old Trafford var frábær við okkur þrátt fyrir tap og nú bíða stuðningsmennirnir eftir okkur eftir þrjá útileiki,“ sagði Mourinho við sjónvarpstöð United MUTV.

„Þrír sigurleikir á útivelli þar sem liðið sýndi karakter, persónuleika, vilja og skuldbindingu. Ég held Old Trafford geti beðið eftir okkur með góðri tilfinningu.“

United tekur á móti nýliðum Wolves á laugardaginn.

„Þeir hafa byrjað vel í úrvalsdeildinni svo þetta verður erfiður leikur en ég veit Old Trafford mun styðja við bakið á strákunum,“ sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×