Jóhann Berg lagði upp í fyrsta sigri Burnley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp eitt af fjórum mörkum Burnley þegar liðið náði í sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Burnley var í botnsæti deildarinnar fyrir daginn með aðeins eitt stig úr fimm leikjum. Þeir fengu Bournemouth í heimsókn sem hafa byrjað tímabilið frábærlega.

Fyrsta mark leiksins kom á 39. mínútu. Matej Vydra var í byrjunarliði Burnley í fyrsta skipti í dag og hann opnaði markareikninginn þegar hann lagði boltann í netið.

Aðeins tveimur mínútum síðar átti íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg fyrirgjöf inn í teiginn sem Sam Vokes náði ekki til en Aaron Lennon mætti á markteigshornið og skilaði boltanum í netið.

Leikmenn Burnley gengu svo alveg frá leiknum á fjögurra mínútna kafla í lok leiksins. Jóhann Berg átti skot í stöngina og Ashley Barnes tók frákastið og skilaði því í netið. Barnes bætti öðru markinu við eftir fyrirgjöf frá Lennon.

Fyrsti sigur Burnley í deildinni kominn og það öruggur sigur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira