Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fylkir 1-1 | Fylkir tryggði sæti sitt í efstu deild

Sindri Freyr Ágústsson á Alvogen-vellinum skrifar
Pálmi Rafn hefur verið að spila vel fyrir KR.
Pálmi Rafn hefur verið að spila vel fyrir KR. vísir/bára
Fyrir leikinn voru liðin að berjast á sitthvorum enda deildarinnar. KR-ingar eru í harðri Evrópubaráttu við FH-inga á meðan Fylkismenn voru að berjast fyrir áframhaldandi sæti sínu í deildinni. 

 

KR-ingar komust yfir í leiknum með marki Björgvins Stefánssonar í upphafi seinni hálfleiks. Oddur Ingi Guðmundsson jafnaði hins vegar fyrir Fylkismenn undir lok leiksins og urðu það lokatölur. 

 

Mikilvægt stig fyrir Fylkismenn en það tryggir þeim sætið í Pepsi-deildinni á næsta ári. KR-ingar verða hins vegar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni en þeir svarthvítu og FH eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. KR á þó þrjú mörk á FH. 

 

Afhverju varð jafntefli?

 

KR hitti ekki alveg á sinn besta dag og náðu Fylkismenn notfæra sér það. Helgi Sig þjálfari Fylkis lagði leikinn þannig upp að þeir myndu vera aftarlega á vellinum og sást það mjög vel í dag. Frábært uplegg hjá honum sem virkaði vel.

 

Það var mjög lítið um færi hjá báðum liðum og enda oft svoleiðis leikir í jafntefli. Mjög sanngjörn úrslit sem koma ekki á óvart meðan við hvernig leikurinn spilaðist.

 

Hvað gekk illa?

 

Það sem gekk illa hjá KR í dag var að skapa sér góð færi, þeir stjórnuðu leiknum mest megnis og voru mikið með boltann en náðu bara ekki að búa til neitt úr því.

 

Fylkismenn voru mest megnis að einbeita sér að varnarleiknum og náðu ekki heldur að skapa sér færi rétt eins heimamenn.

 

Bæði lið hefðu getað gert betur sóknarlega en spiluðu góðan varnaleik í staðinn.

 

Bestu menn leiksins?

 

Atli Sigurjónsson var besti maður leiksins í dag, var einn af fáum sem var að skapa færi og gerði hann það vel. Hann var út um allan völl og barðist frábærlega.

 

Skúli Jón átti einnig flottan leik í vörninni og áttu Fylkismenn erfitt meða að fara í gegnum hann. Björgvin Steffánsson skilaði líka sínu og skoraði hann mikilvægt mark fyrir heimamenn.

 

Hjá Fylkismönnum átti Ólafur Ingi mjög góðann leik, barðist vel og skilaði boltanum vel frá sér. Oddur Ingi kom inn með góða baráttu og skoraði markið sem tryggði þeim tíunda sætið.

 

Hvað gerist næst?

KR mætir Víking Reykjavík í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir þá, þeir eru nefnilega með jafn mörg stig og FH. Ef þeir misstíga sig í þeim leik getur það þýtt að þeir ná ekki fjórða sætinu.

Fylkismenn munu fá nýfallna Fjlönismenn í heimsókn í leik sem skiptir ekki jafn miklu máli. Sigur í þeim leik gæti komið þeim í áttunda sætið ef önnur úrslit verður þeim í hag.

Atli Sigurjónsson átti flottan leik hjá KR í dagvísir/eyþór
Atli Sigurjónsson: Ætluðum okkur að vinna þennan leik

Atli Sigurjónsson, leikmaður KR var ekki sáttur með úrslitin í dag „Ég er ósáttur með úrslitin því við ætluðum okkur auðvitað að vinna þennan leik því það hefði verið gríðarlega mikilvægt, en það breytir því ekki að við verðum bara að vinna næsta leik.“

„Það var frekar margt sem klikkað en samt ekki svo mikið því við misstum þetta bara niður á síðustu fimm mínótunum eftir smá heppnismark hjá þeim.“ Sagði Atli um hvað klikkaði hjá þeim í dag.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkisvísir/Bára
Helgi Sigurðsson: Stoltur af strákunum

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis var sáttur með sína menn í dag. „Ég er rosalega stoltur af strákunum, við lögðum upp með að vera þéttir í þessum leik og það tókst mjög vel. KR fékk varla færi í fyrri hálfleik og við áttum tvö mjög góð færi til að komast yfir.“

„Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn á að pressa á okkur og skoruðu þeir marga snemma en við gáfumst aldrei upp. Við héldum bara áfram og það var svo ljúft að sjá boltann í markinu seint í leiknum.“ Sagði Helgi um gang leiksins.

Ólafur Ingi SkúlasonVísir/Rósa
Ólafur Ingi: Þetta var stefnan okkar

Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis var kátur eftir leik. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil, við erum búnir að vera á tvem heimavöllum í ár og við erum bara mjög glaðir með árangurinn. Þetta var stefnan okkar að halda okkur uppi og það tókst í dag.“

„Þetta var baráttu leikur enda mikið undir hjá báðum liðum, þeir að berjast um evrópusæti og við að reyna halda sæti okkar í deildinni. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en það sást að það var mikið undir og ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að koma tilbaka og ná í þetta mikilvæga stig.“

vísir/ernir
Rúnar Kristinsson: Við stjórnuðum leiknum

Rúnar Kristinsson, Þjálfari KR hefði viljað fá öll þrjú stigin í dag. „Við áttum að vinna þennan leik en fylkismenn vörðust vel og gerðu okkur erfitt og náðu að pota inn einu marki eftir skyndisókn seint í leiknum. Það var eina sem ég var ósáttur með í leiknum.“

„Við stjórnuðum leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik kannski eðlilega því þeir vissu væntanlega stöðuna í öðrum leikjum og lágu þeir tilbaka. Sem er samt bara eðlilegt í þeirra stöðu.“  Sagði Rúnar um hvernig hann fannst leikurinn spilast.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira