Enski boltinn

Pirraður Leno berst fyrir sæti í byrjunarliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bernd Leno byrjaði á móti Vorskla.
Bernd Leno byrjaði á móti Vorskla. vísir/getty
Bernd Leno, markvörður Arsenal, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu á fimmtudaginn þegar að hann stóð vaktina í rammanum á móti Vorskla í Evrópudeildinni.

Leno gekk í raðir Arsenal frá Bayer Leverkusen í sumar þar sem að hann hefur verið aðalmarkvörður í nokkur ár en nú þarf hann að gera sér það að góðu að sitja á bekknum og horfa á Petr Cech.

Cech hefur byrjað fyrstu leiki mótsins en Leno vonast til þess að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Unai Emery fyrr en síðar.

„Auðvitað kom ég hingað til að spila alla leiki,“ segir Leno í viðtali við Sky Sports en Arsenal mætir Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton á sunnudaginn.

„Maður þarf kannski smá tíma til að aðlagast þegar maður fer til stærra liðs í öðru landi. Þetta er auðvitað svolítið pirrandi en ég þarf bara að vera rólegur og leggja hart að mér og bæta mig.“

„Mér finnst ég hafa staðið mig vel á æfingum. Ég legg mikið á mig á æfingum en kannski þarf ég smá tíma. Ég þarf bara að vera rólegur en ég fæ mitt tækifæri,“ segir Bernd Leno.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×