Chelsea mistókst að endurheimta toppsætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giroud fann ekki marknetið í dag
Giroud fann ekki marknetið í dag vísir/getty
Chelsea mistókst að endurheimta toppsætið í ensku úrvalsdeildinni af Liverpool þegar liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham á útivelli.

Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið markalaus áttu bæði lið meira en nóg af færum til þess að skora mörk.

Michail Antonio kom inn í lið West Ham fyrir Marko Arnautovic og hann fékk tvö dauðafæri á tveggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks en fór illa með það fyrra og Kepa Arrizabalaga varði frá honum í seinna skiptið.

Upphaf seinni hálfleiks var nokkuð rólegt en á 67. mínútu var varamaðurinn Alvaro Morata kominn einn á móti Lukasz Fabianski í teignum upp úr hornspyrnu en skot hans fór í andlit markvarðarins.

Andriy Yarmolenko fékk svo besta færi leiksins á 77. mínútu þegar hann var einn og yfirgefinn í vítateig Chelsea og fékk frábæra sendingu beint á kollinn, en skallin lélegur og hitti ekki á markið.

Ross Barkley og Willian fengu sitt hvort færið í uppbótartíma leiksins en náðu ekki að stela sigrinum fyrir Chelsea.

Úrslitin þýða að Liverpool er eina liðið eftir í deildinni með fullt hús. Chelsea fellur niður í þriðja sæti, niður fyrir Manchester City á markatölu. West Ham er í botnbaráttunni, tveimur stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira