Enski boltinn

Heiður fyrir Úlfahöfðingjann að heyra hvernig Mourinho talar um sig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nuno Espirito Santo á æfingasvæði Wolves.
Nuno Espirito Santo á æfingasvæði Wolves. vísir/getty
Það fyllir Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, stolti að heyra hvernig hans gamli lærifaðir, José Mourino, talar um sig í aðdraganda leiks United gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Mourinho sagði á blaðamannafundi sínum í dag að Espirito Santo hefði unnið sér inn þann rétt að vera stjóri í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann vann Championship-deildina á síðustu leiktíð.

Espirito Santo var leikmaður Porto undir stjórn Mourinho 2002-2004 en árið 2004 vann Porto Meistaradeildina. Það er titilinn sem að koma Mourinho á kortið.

„José Mourinho var stjórinn minn í tvö ár. Við munum aldrei gleyma því sem að við afrekuðum saman hjá Porto,“ sagði Espirito Santo á blaðamannafundi sínum í dag.

„Það er heiður að heyra hvernig að hann talar um mig. En þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um Manchester United á móti Wolves. Á morgun mætast tvö góð fótboltalið sem að reyna að ná í þrjú stig.“

„Mourinho hafði mikil áhrif á alla leikmenn Porto þegar að ég var þar. Það mun enginn gleyma þessum tíma. Hann var mér mikill innblástur,“ segir Nuno Espirito Santo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×