Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

RITSTJÓRN skrifar
Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss og þar af hefur einn fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft vera trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum við utanríkisráðherra sem segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í norðurhluta Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja.

Rætt verður við eiganda verslunarinnar Adam og Evu á Kleppsvegi en tveir þjófar óku bíl inn í búðina í nótt. Þýfið fannst í yfirgefnum bíl síðdegis í dag.

Við verðum í beinni útsendingu frá undirbúningi þriggja stórra björgunar- og leitaræfinga slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem fara fram í kvöld. Hundruð björgunarsveitarmanna- og kvenna taka þátt í æfingunum.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×