Innlent

Börnum ógnað með loftbyssu við Foldaskóla og maður bitinn við Smáratorg

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í kvöld.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis og nú undir kvöld. Á sjötta tímanum barst lögreglu tilkynning um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Var viðkomandi stöðvaður nokkru síðar og viðurkenndi hann að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt.

Um kvöldmatarleytið barst tilkynning um leka frá báti í Hafnarfjarðarhöfn en samkvæmt tilkynningunni var um óverulegan leka að ræða. Haft var samband við hafnarverði sem fóru í málið.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um manneskju sem var sögð ógna krökkum með loftbyssu við Foldaskóla í Grafarvogi. Lögreglan fór á staðinn en fann engan sem var með byssu á lofti. Er málið til rannsóknar.

Rétt fyrir klukkan átta barst tilkynningum þjófnað úr verslun á Skólavörðustíg þar sem þjófur tók þrjár ullarpeysur ófrjálsri hendi og hljóp á brott. Er þjófurinn ófundinn og málið til rannsóknar.

Um níu leytið í kvöld var tilkynnt um aðila sem hafði bitið annan við Smáratorg, en það mál er til rannsóknar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×