Enski boltinn

Klopp vill að Liverpool verði „ljótasta“ liðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp í stuði.
Klopp í stuði. vísir/getty
Jurgen Klopp vill að Liverpool verði „ljótasta“ liðið í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool hefur spilað fótbolta sem þykir mjög skemmtilegur á að horfa undir stjórn Þjóðverjans. Með Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane í framlínunni er liðið með mikið og ógnandi sóknarafl.

Á síðasta tímabili gekk Liverpool hins vegar illa að halda marki sínu hreinu. Vörnin hefur batnað til muna og er stærsta ástæða þess að liðið er enn ósigrað eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni.

„Við viljum vera liðið sem er ljótast að spila við,“ sagði Klopp.

„Það er áætlunin og við ætlum að gera það með góðum fótboltamönnum. Bestu fréttir sem ég hef fengið síðustu tvær vikur er hvernig við höfum breytt vörninni okkar.“

„Við þurftum ekki mikið á vörninni að halda í fyrstu leikjunum, en gegn Tottenham og PSG elskaði ég hvernig við vörðumst. Við spiluðum samt góðan fótbolta og þetta var stórt skref fyrir okkur.“

Liverpool tekur á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool hefur ekki fengið á sig mark á Anfield í úrvalsdeildinni síðan í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×