Enski boltinn

Mourinho: Tímabilið verður erfitt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho á von á erfiðu tímabili
José Mourinho á von á erfiðu tímabili Vísir/Getty
Jose Mourinho á von á því að tímabilið verði mjög erfitt fyrir Manchester United þrátt fyrir að gengi liðsins hafi farið batnandi síðustu daga.

United byrjaði tímabilið ekki vel, tapaði tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og frammistaða liðsins var mikið gagnrýnd.

„Ég er bjartsýnn en þetta verður mjög erfitt tímabil, alveg klárlega,“ sagði Mourinho.

„Það breytist ekkert þó við höfum náð að vinna tvo leiki í deildinni, tímabilið verður samt erfitt.“

„Ef við horfum á gæðin á liðum eins og Liverpool, City, Chelsea og Tottenham. Arsenal er að bæta sig. Þetta verður erfitt.“

United varð í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var þó langt á eftir grönnum sínum í City.

„Ég held við verðum betra lið en á síðasta tímabili. Við ætlum að spila betur. Ég segi ekki að við náum í fleiri stig, því við náðum í mjög ásættanlegan stigafjölda á síðasta tímabili.“

„Tímabilið verður erfitt, en ekki bara fyrir okkur. Hin liðin munu líka eiga erfitt tímabil því þau geta sagt það nákvæmlega sama og ég er að segja.“

United fær nýliða Wolves í heimsókn á Old Trafford í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×