Enski boltinn

Sir Alex mættur aftur á Old Trafford: Heiðraður fyrir leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sir Alex lyfti Englandsmeistarabikarnum þrettán sinnum með United
Sir Alex lyfti Englandsmeistarabikarnum þrettán sinnum með United vísir/getty
Sir Alex Ferguson er mættur í stúkuna á Old Trafford, í fyrsta skipti síðan hann fékk heilablóðfall í vor. United mun heiðra fyrrum knattspyrnustjórann fyrir leik liðsins gegn Wolves í dag.

Í byrjun maí bárust fréttir af því að Skotinn hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna heilablóðfalls. Hann var útskrifaður af gjörgæslu nokkrum dögum seinna.

Sir Alex er goðsögn á meðal stuðningsmanna Manchester United, hann stýrði liðinu frá 1986-2013 og er sigursælasti knattspyrnustjóri sögunnar á Englandi.

Hann hefur verið tíður gestur á leikjum United síðan hann hætti sem stjóri liðsins. Hann gat ekki mætt á fyrstu leiki tímabilsins þar sem hann var enn að jafna sig, en er nú mættur á Old Trafford.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×