Enski boltinn

Jón Daði skoraði þegar Reading vann loks heimasigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Daði á góðri stundu með Reading.
Jón Daði á góðri stundu með Reading. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson skoraði eitt marka Reading í fyrsta heimasigri liðsins síðan í apríl. Leeds heldur toppsæti ensku B-deildarinnar þrátt fyrir tap.

Reading hefur farið illa af stað í ensku B-deildinni þetta tímabilið en vann loks heimasigur þegar Hull mætti í heimsókn í dag.

Sam Baldock skoraði fyrsta mark leiksins áður en íslenski landsliðsmaðurinn potaði boltanum í netið í seinni hálfleik og kom Reading í 2-0. Andy Yiadom tryggði 3-0 sigur með sínu fyrsta marki fyrir liðið á 81. mínútu.

Varnarmaðurinn John O'Shea var rekinn út af með rautt spjald á 83. mínútu en það kom ekki að sök, Reading náði í þrjú stig og lyfti sér úr fallsæti.

Leeds er ekki lengur ósigrað í deildinni eftir tap gegn Birmingham á heimavelli sínum.

Che Adams skoraði tvisvar á fyrsta hálftímanum sem dugði Birmingham því Leeds náði aðeins að skora eitt mark, það gerði Ezgjan Alioski seint í leiknum.

Þrátt fyrir tapið er Leeds enn á toppi deildarinnar, með 18 stig líkt og Middlesbrough en betri markatölu.

Birkir Bjarnason sat á varamannabekknum allar 90 mínúturnar þegar Aston Villa tapaði fyrir Sheffield Wednesday 1-2. Villa er um miðja deild með 13 stig eftir níu leiki.

Úrslit dagsins í Championship deildinni:

Aston Villa - Sheffield Wednesday 1-2

Derby - Brentford 3-1

Ipswich - Bolton 0-0

Leeds - Birmingham 1-2

Middlesbrough - Swansea 0-0

Nottingham Forest - Rotherham 1-0

Reading - Hull 3-0

Sheffield United - Preston 3-2

Stoke - Blackburn 2-3

West Brom - Milwall 2-0

QPR og Norwich eigast við klukkan 16:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×