Erlent

Lögreglustjóri segir af sér vegna ummæla sinna

Andri Eysteinsson skrifar
Saudino (fyrstur frá vinstri) hér með núverandi ríkissaksóknara New Jersey Gurbir Grewal og tveimur öðrum á góðum degi.
Saudino (fyrstur frá vinstri) hér með núverandi ríkissaksóknara New Jersey Gurbir Grewal og tveimur öðrum á góðum degi. Facebook/ Bergen County Sherriff's Office
Lögreglustjóri Bergensýslu í New Jersey fylki Bandaríkjanna hefur nú sagt af sér eftir að upptaka þar sem hann heyrist úthúða svörtu fólki og ríkissaksóknara fylkisins sem er Síki komst í dreifingu. CBS greinir frá.

Upptakan sem var gerð á innsetningardegi Phil Murphy, ríkisstjóra New Jersey, í janúar síðastliðnum barst til WNYC útvarpsstöðvarinnar og var þar spiluð. Á upptökunni má heyra lögreglustjórann Michael Saudino á fundi ásamt undirmönnum sínum George BuonoRobert ColaneriBrian Smith og Joseph Hornyak, þeir hafa allir sagt upp störfum.

Á fundinum mátti heyra Saudino segja ríkissaksóknarann Gurbir Grewal eingöngu hafa hlotið starfið vegna túrbansins sem hann ber. Einnig sagði hann að stefnur Murphy leyfðu svörtu fólki að gera hvað sem það vildi, reykja sitt kannabis og gera hitt og þetta.Þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af lögreglu því hendur hennar væru bundnar.

Einnig velti hann fyrir sér hvort ógiftur vararíkisstjórinn Sheila Oliver hlyti ekki að vera lesbísk.

Ríkisstjórinn Phil Murphy sagði í yfirlýsingu sinni um málið að ef röddin sem heyrðist á upptökunni væri rödd Saudino ætti hann að segja af sér. Sama sagði ríkissaksóknarinn Gurbir GrewalGrewal sem vann áður náið með Saudino í Bergensýslu sagðist hafa þykkan skráp og hafi heyrt marg verra sagt um sig.

Ummæli Saudino um svart fólk fóru fyrir brjóstið á Grewal sem sagði ummælin röng, rasísk og særandi, Bergensýsla og New Jersey ættu betra skilið.

Áður en Saudino sagði af sér hafði hann beðist afsökunar í yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa rætt við fulltrúa þeirra sem hann móðgaði og beðist velvirðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×