Lögreglustjóri segir af sér vegna ummæla sinna Andri Eysteinsson skrifar 22. september 2018 17:07 Saudino (fyrstur frá vinstri) hér með núverandi ríkissaksóknara New Jersey Gurbir Grewal og tveimur öðrum á góðum degi. Facebook/ Bergen County Sherriff's Office Lögreglustjóri Bergensýslu í New Jersey fylki Bandaríkjanna hefur nú sagt af sér eftir að upptaka þar sem hann heyrist úthúða svörtu fólki og ríkissaksóknara fylkisins sem er Síki komst í dreifingu. CBS greinir frá. Upptakan sem var gerð á innsetningardegi Phil Murphy, ríkisstjóra New Jersey, í janúar síðastliðnum barst til WNYC útvarpsstöðvarinnar og var þar spiluð. Á upptökunni má heyra lögreglustjórann Michael Saudino á fundi ásamt undirmönnum sínum George Buono, Robert Colaneri, Brian Smith og Joseph Hornyak, þeir hafa allir sagt upp störfum. Á fundinum mátti heyra Saudino segja ríkissaksóknarann Gurbir Grewal eingöngu hafa hlotið starfið vegna túrbansins sem hann ber. Einnig sagði hann að stefnur Murphy leyfðu svörtu fólki að gera hvað sem það vildi, reykja sitt kannabis og gera hitt og þetta.Þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af lögreglu því hendur hennar væru bundnar. Einnig velti hann fyrir sér hvort ógiftur vararíkisstjórinn Sheila Oliver hlyti ekki að vera lesbísk. Ríkisstjórinn Phil Murphy sagði í yfirlýsingu sinni um málið að ef röddin sem heyrðist á upptökunni væri rödd Saudino ætti hann að segja af sér. Sama sagði ríkissaksóknarinn Gurbir Grewal, Grewal sem vann áður náið með Saudino í Bergensýslu sagðist hafa þykkan skráp og hafi heyrt marg verra sagt um sig. Ummæli Saudino um svart fólk fóru fyrir brjóstið á Grewal sem sagði ummælin röng, rasísk og særandi, Bergensýsla og New Jersey ættu betra skilið. Áður en Saudino sagði af sér hafði hann beðist afsökunar í yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa rætt við fulltrúa þeirra sem hann móðgaði og beðist velvirðingar. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Lögreglustjóri Bergensýslu í New Jersey fylki Bandaríkjanna hefur nú sagt af sér eftir að upptaka þar sem hann heyrist úthúða svörtu fólki og ríkissaksóknara fylkisins sem er Síki komst í dreifingu. CBS greinir frá. Upptakan sem var gerð á innsetningardegi Phil Murphy, ríkisstjóra New Jersey, í janúar síðastliðnum barst til WNYC útvarpsstöðvarinnar og var þar spiluð. Á upptökunni má heyra lögreglustjórann Michael Saudino á fundi ásamt undirmönnum sínum George Buono, Robert Colaneri, Brian Smith og Joseph Hornyak, þeir hafa allir sagt upp störfum. Á fundinum mátti heyra Saudino segja ríkissaksóknarann Gurbir Grewal eingöngu hafa hlotið starfið vegna túrbansins sem hann ber. Einnig sagði hann að stefnur Murphy leyfðu svörtu fólki að gera hvað sem það vildi, reykja sitt kannabis og gera hitt og þetta.Þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af lögreglu því hendur hennar væru bundnar. Einnig velti hann fyrir sér hvort ógiftur vararíkisstjórinn Sheila Oliver hlyti ekki að vera lesbísk. Ríkisstjórinn Phil Murphy sagði í yfirlýsingu sinni um málið að ef röddin sem heyrðist á upptökunni væri rödd Saudino ætti hann að segja af sér. Sama sagði ríkissaksóknarinn Gurbir Grewal, Grewal sem vann áður náið með Saudino í Bergensýslu sagðist hafa þykkan skráp og hafi heyrt marg verra sagt um sig. Ummæli Saudino um svart fólk fóru fyrir brjóstið á Grewal sem sagði ummælin röng, rasísk og særandi, Bergensýsla og New Jersey ættu betra skilið. Áður en Saudino sagði af sér hafði hann beðist afsökunar í yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa rætt við fulltrúa þeirra sem hann móðgaði og beðist velvirðingar.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira