Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum einnig við doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað stéttaskiptingu hér á landi. Hann segir stéttaskiptingu afar mikla þegar horft sé til eignaskiptingar.

Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við.

Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði.

Við lítum í heimsókn til íbúa á tveimur öldrunarheimilum á Akureyri. Þar er mikið hjólað þessa dagana enda taka íbúar þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×