Erlent

Ítölskum foreldrum veittur frestur til að sýna fram á bólusetningar

Andri Eysteinsson skrifar
Giulia Grillo er heilbrigðisráðherra Ítalíu.
Giulia Grillo er heilbrigðisráðherra Ítalíu. Vísir/EPA
Öldungadeild ítalska þingsins hefur ákveðið að veita foreldrum frest fram til marsmánaðar næsta árs til þess að sýna skólum fram á það að barn þeirra hafi hlotið helstu bólusetningar. AP greinir frá.

Fest hafði verið í lög að frá með september í ár yrðu foreldra barna að skila inn til yfirvalda bólusetningarvottorði þar sem fram þarf að koma að barnið hafa gengist undir tíu skyldubólusetningar. Ný löggjöf, studd af ítölsku ríkisstjórninni veitti foreldrum þó frest til næsta árs.

Um 5000 tilfelli mislinga komu upp í landinu árið 2017, það mun hafa vera sexföld fjölgun. Mikil umræða um skaðsemi bólusetninga er sögð vera ástæða þessarar miklu fjölgunar mislinga. Heilbrigðisráðherra Ítalíu, Giulia Grillo, frá Fimm stjörnu hreyfingunni hefur sagt að hún muni bólusetja sín börn.

Hún telur þó að rétta leiðin til að fjölga bólusetningum sé með fræðslu en ekki með því að neyða fólk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×