Fótbolti

Aftur vann Inter á lokamínútunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/getty
Marcelo Brozovic tryggði Inter Milan 1-0 sigur á Fiorentina með marki í uppbótartíma. Inter fylgdi því á eftir góðum sigri á Tottenham með sigri í ítölsku deildinni.

Inter vann frábæran endurkomusigur gegn Tottenham í Meistaradeildinni í vikunni. Liðið lenti 1-0 undir en snéri leiknum sér í hag og vann 2-1.

Það var lítið að frétta í leik beggja liða í kvöld framan af. Varnir beggja liða héldu og flestir héldu að niðurstaðan yrði markalaus.

Marcelo Brozovic var hins vegar ekki á sama máli en hann skoraði sigurmark Inter er langt var liðið inn í uppbótartímann. 1-0 mikilvægur sigur Inter.

Eftir sigurinn er Inter með sjö stig í sjöunda sætinu en Sampdoria er sæti ofar með jafn mörg stig; bara betra markahlutfall.

Fyrr í dag vann Fiorentina 3-0 sigur á SPAL en Fiorentina er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem spilar á morgun.

Gamla stórveldið og nýliðarnir í deildinni þetta tímabilið, Parma, unnu 2-0 sigur á Cagliari. Annað mark Parma skoraði fyrrum Arsenal-maðurinn, Gervinho.

Parma er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leikina. Góð byrjun hjá nýliðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×