Innlent

Í ljósum logum í Safamýri eftir misheppnaða eldamennsku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðgerð lögreglu reyndist ekki jafnalvarleg og óttast var í fyrstu.
Aðgerð lögreglu reyndist ekki jafnalvarleg og óttast var í fyrstu. Vísir/Vilhelm
Lögregla og fulltrúar sérsveitar voru kölluð út í fjölbýlishús í Safamýri um sjöleytið í kvöld. Eftir því sem Vísir kemst næst varð slys við eldamennsku þar sem áfengi var notað við matargerðina. 

Samkvæmt heimildum Vísis útskýrði sá sem var að elda aburðarásina þannig að hann hefði skvett sterku áfengi á pönnuna. Við það blossaði upp eldur sem festi sig í andliti hans og hári. Maðurinn hljóp út úr íbúðinni og urðu nágrannar varir við ósköpin, mann í ljósum logum.

Var hringt á lögreglu sem brást við með því að senda fjóra lögreglubíla og jeppa sérsveitar á staðinn. Á þeirri stundu var talið að maðurinn hefði mögulega kveikt viljandi í sér. Betur virðist hafa farið en á horfðist. Þó sást vel á manninum, hár hans var brunnið og hendur illa farnar.

Ekki náðist í fulltrúa lögreglu í kvöld til að fá nánari skýringar á atburðunum.

Uppfært sunnudag klukkan 09:26

Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um eld við bílskúr í Austurborginni klukkan 18:56.  Maður hafiverið að steikja mat og mun hafa verið að nota eldfiman vökva er sprenging varð og eldur læstist í fötum og hári mannsins. 

Ekki sé vitað frekar um meiðsli mannsins en hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×