Enski boltinn

Cazorla: Það vantaði trúna í Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sánchez og Cazorla ræðast við í leik með Arsenal.
Alexis Sánchez og Cazorla ræðast við í leik með Arsenal. vísir/getty
Arsenal-lið Arsene Wenger trúði ekki á sjálft sig en undir stjórn Unai Emery mun liðið eiga frábært tímabil. Þetta sagði fyrrum Arsenal maðurinn Santi Cazorla.

Cazorla yfirgaf Arsenal í sumar eftir löng og erfið meiðsli.

„Við þurftum að trúa meira á okkur sjálfa,“ sagði Cazorla við BBC.

„Að trúa að við gætum keppt við bestu liðin í ensku úrvalsdeildinni en ekki sætta okkur við þriðja og fjórða sæti.“

Spánverjinn var sex tímabil hjá Arsenal en á þeim tíma varð hann tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu og vann Samfélagsskjöldinn tvisvar.

„Við þurftum að taka stökkið og reyna að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Það komu tímabil þar sem manni fannst við vera nálægt því en það tókst aldrei,“ sagði Santi Cazorla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×